Stjörnuspeki – Orkugreining
Vikulegur þáttur um stjörnuspeki þar sem við komum til með að endurvekja áhuga fólks á sjálfsþekkingu. Hver ertu? Hverjir eru þínir styrkleikar og veikleikar, og hvernig getur þú unnið með þá. Þátturinn er frumfluttur á Bylgjunni klukkan 21:00 á sunnudagskvöldum og kemur svo inn á streymisveitur á mánudögum klukkan 15:00
Episodes

Monday Oct 09, 2023

Monday Oct 02, 2023
Monday Oct 02, 2023
Í þætti vikunnar skoðum við Venus og Mars = Samskipti hjá fólki. Vinum, fjölskyldu ásamt ástvinum. Við lítum líka í kortin hjá stjörnunum Johnny Depp & Amber Heard ásamt því að skoða kortið hjá Russell Brand.

Monday Sep 25, 2023
Monday Sep 25, 2023
Hæfileikar og veikleikar eru endar á sömu spýtunni.
Það hljómar kannski einkennilega – svona við fyrstu sýn – að ekki er hægt að hafa hæfileika án samsvarandi veikleika.
Stífni er neikvæða hliðin á aga. Græðgi er neikvæða hliðina á stórhug. Að vera utan við sig, athyglisbrotinn, er neikvæða hliðin á ímyndunarafli. Meðvirkni er neikvæða hliðin á kærleika. Ofverndun neikvæða hliðin á umhyggju, og svo framvegis.
Sem þýðir um leið að ef við búum yfir ákveðnum veikleikum þá er málið að spyrja: Hvar er hæfileikahliðin?
Í stað þess að berjast við og reyna að sigrast á veikleikum þá er málið að snúa spýtunni við.
Orðað á annan hátt: Veikleikar eru hæfileikar á rangri hillu í lífinu. Þegar uppræta á veikleika þá er málið að finna réttu hilluna fyrir viðkomandi eiginleika.
Í þættinum ræðum við um stjörnumerkin tólf útfrá þessum nótum og er hér listi yfir hvenær hvert merki er rætt:
Inngangur 00:00
Sporðdreki 03:10
Krabbi 10:40
Meyja 16:00
Naut 23:25
Tvíburi 26:20
Steingeit 30:10
Hrútur 37:20
Ljónið 43:00
Vogin 49:29
Vatnsberi 54:08
Fiskur 01:02:50
Bogmaður 01:15:10

Monday Sep 18, 2023
Monday Sep 18, 2023
Í þætti vikunnar ræðum við vikudagana og hvernig við notum tímatalið.Svo förum við í orkufræði sem er undirstaða alls lífs.
Inngangur 00:00
Vikudagarnir 03:06
Orkufræði 16:23
Spjall 54:53

Monday Sep 11, 2023
Monday Sep 11, 2023
Í þætti vikunnar förum við yfir hvað það er þegar merkin eru Frumkvæð - Stöðug og Breytileg.Einnig ræðum við hvað hugtakið "Hver maður margir menn" þýðir ásamt léttu spjalli um allt milli himins og jarðar.
Hér er hægt að sjá hvenær hvert efni byrjar í þættinum.
Inngangur 00:00
Frumkvæð - Stöðug - Breytileg 13:14
Hver maður margir menn 28:21
Spjall 50:45

Monday Sep 04, 2023
Monday Sep 04, 2023
Inngangur 00:00
Eldur 01:34
Jörð 22:13
Loft 37:41
Vatn 46:00
Lokaspjall 01:09:33

Monday Aug 28, 2023
Monday Aug 28, 2023
Í þessum fyrsta þætti förum við yfir öll 12 grunnmerki stjörnuspekinnar. Þið ykkar sem viljið læra meira um stjörnuspeki ættuð að hlusta á öll merkin til að fá innsýn í hvernig þau eru í grunninn. Fyrir þá sem vilja svo stökkva beint í sitt merki þá eru hér tímapunktar fyrir þau hér.
Inngangur 0:00 – 4:49
Hrúturinn 4:49 – 10.28
Nautið 10:28 – 16:03
Tvíburinn 16:03 – 25:07
Krabbi 25:07 – 30:01
Ljónið 30:01 – 38:41
Meyjan 38.41 – 47:47
Vogin 47:47 – 53:54
Sporðdreki 53:54 – 1:01:53
Bogmaður 01:01:53 – 01:10:14
Steingeit 01:10:14 – 01:20:35
Vatnsberi 01:20:35 – 01:25:45
Fiskur 01:25:45 – 01:32:38
Lokaorð 01:32:38 – 01:35:02

Tuesday Aug 22, 2023