Monday Sep 25, 2023

05: KENNSLA: Yfir og undirsnúningur merkjanna 12

Hæfileikar og veikleikar eru endar á sömu spýtunni.

Það hljómar kannski einkennilega – svona við fyrstu sýn – að ekki er hægt að hafa hæfileika án samsvarandi veikleika. 

Stífni er neikvæða hliðin á aga. Græðgi er neikvæða hliðina á stórhug. Að vera utan við sig, athyglisbrotinn, er neikvæða hliðin á ímyndunarafli. Meðvirkni er neikvæða hliðin á kærleika. Ofverndun neikvæða hliðin á umhyggju, og svo framvegis.

Sem þýðir um leið að ef við búum yfir ákveðnum veikleikum þá er málið að spyrja: Hvar er hæfileikahliðin?

Í stað þess að berjast við og reyna að sigrast á veikleikum þá er málið að snúa spýtunni við. 

Orðað á annan hátt: Veikleikar eru hæfileikar á rangri hillu í lífinu. Þegar uppræta á veikleika þá er málið að finna réttu hilluna fyrir viðkomandi eiginleika.

Í þættinum ræðum við um stjörnumerkin tólf útfrá þessum nótum og er hér listi yfir hvenær hvert merki er rætt:

 

Inngangur     00:00

Sporðdreki    03:10

Krabbi           10:40

Meyja            16:00

Naut              23:25

Tvíburi           26:20

Steingeit       30:10

Hrútur           37:20

­Ljónið            43:00

Vogin             49:29

Vatnsberi      54:08

Fiskur            01:02:50

Bogmaður    01:15:10

Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125